Hjálparsíða fyrir félagavef

Hjálpin er kaflaskipt eftir flipum síðunnar.

Forsíða

Forsíðan inniheldur helstu upplýsingar félagsins. Hún er opin öllum, annars staðar á félagavef
er krafist innskráningar.

Iðgjöld

Hér birtast upplýsingar um öll iðgjöld sem greidd hafa verið til félagsins.
Hægt er að skoða iðgjaldagreiðslur út frá sjóði, ári og/eða launagreiðanda. Sjálfgefið birtir
vefurinn iðgjöld núverandi árs en sé leitarforsendum breytt skal smellt á hnappinn „Velja“ til
að birta niðurstöður.
Sjóðir– Almennt er hér eingöngu um að ræða eitt félag/sjóð sem greitt hefur verið í. Í tilvikum
þar sem félag sér um innheimtu fyrir fleiri félög birtast þau öll hér í fellilista og er þá hægt að
velja um að birta iðgjöld í alla sjóði eða valinn sjóð.
Ár – Í fellilista birtast öll þau ár sem félagi hefur greitt iðgjöld í félag. Hægt er að velja um að
birta iðgjöld fyrir öll ár eða valið ár.
Launagreiðandi – Í fellilista birtast allir launagreiðendur sem staðið hafa skil á iðgjöldum
fyrir félagann í viðkomandi félag.  Hægt er að velja um að birta iðgjöld frá öllum
launagreiðendum eða völdum launagreiðanda.


Mánuður – Iðgjaldamánuður, birtist á forminu áááá-mm.
Greiðsludags. – Dagsetning sem greiðsla barst frá launagreiðanda.  Gjalddagi iðgjalda er
jafnan 10. dagur næsta mánaðar á eftir iðgjaldamánuði (t.d.  10. febrúar vegna janúarmánaðar)
Sjóður – Sá sjóður/félag sem iðgjald var greitt í.
Skýring – Nafn og kennitala launagreiðanda sem stóð skil á iðgjaldinu.
Iðgjald – Upphæð félagsgjalds sem greitt var fyrir tímabilið.

Réttindi

Hér birtast upplýsingar um áunnin réttindi í félaginu. Athugið að mismunandi er á milli félaga
hvort hér sé haldið utan um orlofsréttindi eða fræðsluréttindi, og kemur það fram á síðunni.

Félag – Hér sést í hvaða félagi/félögum réttindin eru. 
Réttindi – Hér birtist réttindastaða, talin í punktum skv. reglum félagsins.
Síðustu iðgjaldaskil – Hér sést hver síðasti mánuður er sem launagreiðandi hefur gert skil á
iðgjöldum fyrir.  Útreiknuð réttindi eru unnin út frá iðgjaldagreiðslum til og með þessum
mánuði sem hér birtist.
Nánar – Þar sem skoda.png  er til staðar í þessum reit, er hægt að smella á það.  Við það birtist
neðar á síðunni réttindayfirlit fyrir viðkomandi félag, fyrir öll þau ár sem félagi hefur greitt
iðgjöld.
Iðgjaldasaga fyrir félagið
Ár – Hér kemur fram ártal iðgjalda.
Iðgjald – Hér kemur fram heildarupphæð iðgjalds á árinu.
Réttindi – Hér koma fram, í punktum, þau réttindi sem félagi hefur ánnuð sér á árinu.
Skoða iðgjöld – Þar sem skoda.png  er til staðar í þessum reit, er hægt að smella á það. Við það
flyst notandi á flipann Iðgjöld, þar sem iðgjöld birtast sundurliðuð pr. mánuð fyrir það ár sem
valið var að skoða.

Greiðslur

Hér er að finna upplýsingar um greiðslur sem félagi hefur fengið frá félaginu.

Greiðsluyfirlit

Hér er að finna yfirlit yfir greiðslur frá félaginu.
Ár – Greiðsluyfirlitið birtir heildargreiðslur samanteknar fyrir hvert ár sem félagi hefur fengið
greitt frá félaginu.
Greitt – Sú upphæð sem greidd var til félaga, fyrir staðgreiðslu skatta.
Staðgreiðsla – Sú upphæð sem fór í staðgreiðslu skatta og kom því til frádráttar á greiðslu til
félaga.
Útborgað – Sú upphæð sem greidd var til félaga.  Þessi upphæð er upphæð úr dálkinum Greitt
að frádreginni upphæð úr dálkinum Staðgreiðsla.
Nánar – Sé smellt á  https://app.joakim.is/SjodsfelagaVefur/com.init.Sjodsfelagavefur/clear.cache.gif skoda.png flyst notandi yfir á flipann Greiðslufærslur þar sem
greiðslufærslur fyrir valið ár birtast.

Greiðslufærslur

Hér er hægt að skoða greiðslur til félaga, sundurliðaðar niður á mánuði árs í senn.  Sé valið að
skoða annað ár en sjálfkrafa birtist, skal smellt á hnappinn „Velja“ til að birta niðurstöður.
Mánuður – Mánuður sem greitt var fyrir.  Er á forminu áááá-mm.
Greitt – Sú upphæð sem greidd var til félaga, fyrir staðgreiðslu skatta.
Staðgreiðsla – Sú upphæð sem fór í staðgreiðslu skatta og kom því til frádráttar á greiðslu til
félaga.
Útborgað – Sú upphæð sem greidd var til félaga.  Þessi upphæð er upphæð úr dálkinum Greitt
að frádreginni upphæð úr dálkinum Staðgreiðsla.
Nánar – Sé smellt á skoda.png birtast neðar á síðunni helstu upplýsingar um greiðsluna.

Sundurliðun greiðslu
Sjóður – Sá sjóður félagsins sem greitt var úr (t.d. sjúkrasjóður, fræðslusjóður).
Tegund greiðslu – Hér kemur fram, með stuttri lýsing, um hvers konar greiðslu var að ræða.
Skýring – Hafi félagið skráð einhverja skýringu við greiðsluna, birtist sá texti hér.
Fyrir – Hér birtist á forminu áááá-mm sá mánuður og ár sem greitt er vegna.
Upphæð – Hér birtist sú upphæð sem greidd var til félagans, fyrir staðgreiðslu skatta. 

Staðgreiðsla skatta
Skattkortshlutfall – Það hlutfall af skattkorti félaga sem félagið nýtti til afsláttar á staðgreiðslu
skatta.
Makakort – Það hlutfall af skattkorti maka félaga sem félagið nýtti til afsláttar af staðgreiðslu
Persónuafsláttur – Hér birtist krónutala þess afsláttar sem var til ráðstöfunar af skattkortum.
Notað – Sú upphæð persónuafsláttar sem notuð var fyrir frádrátt á staðgreiðslu skatta.
Ónotað – Sú upphæð persónuafsláttar sem ekki var nýttur fyrir frádrátt á staðgreiðslu skatta.
Skattur – Sú upphæð sem greidd var í staðgreiðslu skatta.

Útborgun
Reikningur – banka-,höfuðbókar- og reikningsnúmer sem greiðslan var lögð inn á.
Banki – Nafn banka og staðsetning útibús.
Dags – Dagsetning sem greiðsla fór fram.
Upphæð – Sú heildarupphæð sem kom til greiðslu og var lögð inn á bankareikning.

Orlofshús

Hér er að finna upplýsingar laus orlofshús, punktastöðu og bókunarsögu. Jafnframt er hægt að
skila inn umsókn um orlofshús ef opið er fyrir umsóknir hjá viðkomandi félagi. Mörg félög
bjóða jafnframt upp á að hægt sé að bóka og greiða orlofshús.

Punktastaða

Hér er hægt að sjá stöðu orlofspunkta hjá félaginu.
Tegund - Hér er tilgreind tegund punkta. Tegundirnar geta verið Iðgjaldasöfnun, Nýting
orlofshúsa og/eða Skráðir punktar.
Punktar - Hér birtist fjöldi punkta. Punktar sem birtast sem mínustala eru notaðir eða
afdregnir punktar.
Nánar – Táknið skoda.png getur birst aftan við tegundirnar Iðgjaldasöfnun og Nýting
orlofshúsa. Sé smellt á táknið við Iðgjaldasöfnun flyst notandi á síðuna Réttindi, en sé smellt á
það við Nýtingu orlofshúsa flyst notandi á flipann Bókunarsaga.

Umsókn

Ef opið er fyrir umsóknir fyrir úthlutunartímabil (t.d. sumar), þá er umsókn fyllt út hér. Hér
kemur jafnframt fram punktastaða félaga.

Val - Misjafnt er hvað boðið er upp á marga valkosti við umsóknir. Hér er listað upp fyrsta
val, annað val o.s.frv.
Hús - Úr fellilista er valið það hús/svæði sem sækja skal um. Númer sem birtist í sviga aftan
við valkost gefur til kynna fjölda húsa sem í boði er. Ef aðeins er um eitt hús að ræða á
svæðinu birtist ekkert númer.
Tímabil - Í fellilista er að finna þau tímabil sem í boði eru fyrir valið hús, tímabil sem skal
sækja um er valið úr lista. Fjöldi lausra húsa kemur fram í sviga aftan við tímabilið.
Verð - Þegar hús og tímabil hefur verið valið birtist hér leiguverðið í krónum.
Punktar - Þegar hús og tímabil hefur verið valið birtist hér sá punktafjöldi sem verður nýttur
vegna leigunnar.
Nánar - Ef félagið er með nánari upplýsingar um hús á vefnum birtist hér táknið skoda.png sem
hægt er að smella á. Við það er notanda beint inn á síðu sem geymir frekari upplýsingar um
orlofshúsið. Sú síða opnast jafnan í nýjum glugga eða nýjum flipa í sama glugga.

Til að skrá umsóknina er að lokum smellt á hnappinn „Skrá umsókn“.  Eftir að umsókn hefur
verið send inn er hægt að breyta henni, með því að velja inn aðrar upplýsingar en þegar eru
skráðar og smella á hnappinn „Breyta umsókn“. Ef umsókn hefur verið skilað inn en
viðkomandi vill hætta við, skal einfaldlega smella á hnappinn „Eyða umsókn“.

Laus orlofshús

Þessi síða birtir mynd þar sem hægt er að horfa á þriggja vikna tímabil og sjá myndrænt hvaða
orlofshús eru laus á hvaða tíma. Litakóði daga er útskýrður í texta á síðu.Mörg félög bjóða
upp á bókun og greiðslu í gegnum þessa síðu.

Bóka orlofshús
Hús - Til að bóka orlofshús skal velja það úr fellilista og smella á hnappinn „Bóka“. Þá opnast
minni gluggi þar sem birtar eru í fellilista þær upphafsdagsetningar leigu sem eru lausar.
Dagsetning frá – Athugið að dagsetningarnar sem birtast hér eru á því tímabili sem birt er á
yfirlitsmyndinni. Þegar upphafsdagsetning hefur verið valin verður reiturinn Dagsetning til
virkur.
Dagsetning til -  Hér birtast í fellilista þær lokadagsetningar leigu sem bjóðast m.v.
upphafsdaginn sem búið er að velja.
Sími - Æskilegt er að skrá inn símanúmer ef félagið þarf undir einhverjum kringumstæðum að
ná í félagsmann.
Verð – Leiguverðið birtist hér, bæði í krónutölu og punktum, þegar leigutímabilið hefur verið
valið.
Hnappurinn „Bóka“ verður virkur þegar allar upplýsingar eru komnar inn og skal smellt á
hann til að skrá bókunina. Vilji notandi hætta við smellir hann á hnappinn „Hætta við“.
Hjá þeim félögum sem bjóða upp á að greitt sé fyrir bókun á vef er notanda beint inn á örugga
greiðslusíðu Valitors, þar sem greiðsla fer fram. Fram kemur í litlum upplýsingaglugga hversu
langan tíma notandi hefur til að ganga frá greiðslu án þess að bókun falli niður. Notendur eru
hvattir til að skoða síðuna Bókunarsaga að lokinni greiðslu, til að ganga úr skugga um að
bókun hafi komist í gegn og að leigusamningur sé þar aðgengilegur.

Yfirlit yfir laus orlofshús – Í dagsetningarreit kemur sjálfkrafa upp dagurinn í dag, og er hann
þá fyrsti dagur á tímabilinu sem er birt á síðunni. Hægt er að slá inn, eða velja úr dagatali,
dagsetningu í þessum reit og staðfesta með Enter. Verður viðkomandi dagsetning þá fyrsti
dagur á tímabilinu sem birtist.
Hnapparnir Mán, Vika, Dagur, flytur birt tímabil um mánuð, viku eða dag. Hnappar með
örvum til vinstri færa tímabil aftur í tímann og hnappar með örvum til hægri færa tímabil fram
í tímann. mellt í reitinn, hægt er að rita dagsetningu inn í hann eða velja dag úr dagatali sem
birtist.

Orlofshús - Listuð eru upp þau hús sem félagið hefur yfir að ráða og eru almennt til útleigu. Í
þeim tilvikum sem til eru nánari upplýsingar um húsin, er hægt að smella á nafn þeirra og
opnast þá síða (í nýjum glugga eða í nýjum flipa í sama glugga) þar sem nánari upplýsingar
um húsið koma fram.

Bókunarsaga

Hér birtast allar bókanir sem félagi hefur gert.

Hús - Nafn (og númer) húss sem bókað hefur verið.
Tímabil - Leigutímabil viðkomandi húss.
Eindagi - Eindagi greiðslu fyrir leigutímabilið.
Verð - Verð fyrir leigutímabilið í krónum.
Punktar – Verð fyrir leigutímabilið í punktum.
Staða - Upplýsingar um stöðu leigu. T.d. er bókuð og greidd leiga merkt Frágengin á meðan
bókuð en ógreidd leiga hefur stöðuna Skráð.
Aðgerðir - Hér birtast þær aðgerðir sem í boði eru hverju sinni. Engar aðgerðir er hægt að
framkvæma á frágengnum bókunum á leigutímabili sem er liðið.
Greiða - Bókun, sem er skráð en ógreidd, er hægt að greiða með því að smella á þessa aðgerð,
flyst þá notandi yfir á örugga greiðslusíðu Valitors. Athugið að ekki eru öll félög sem bjóða
upp á þennan valkost.
Fella niður - Ef óskað er eftir að hætta við leigu sem er skráð en ógreidd, er hægt að gera það
með því að smella á þessa aðgerð.
Skoða - Leigusamningur fyrir greidda/frágengna bókun er aðgengilegur í gegnum þessa
aðgerð og birtist þá í nýjum glugga eða á nýjum flipa í sama glugga. Athugið að
leigusamningur er aðgengilegur eingöngu fram á síðasta dag leigutímabilsins. Samninginn
skal prenta út og hafa meðferðis í orlofshúsið.

Stillingar

Hér gefst notanda færi á að breyta veflykli, bæta við eða breyta upplýsingum og setja upp
aðgangsstýringar annarra að sínu svæði.

Breyta veflykli

Ef breyta á veflykli, er núverandi veflykill settur inn í reitinn Núverandi veflykill og nýi
veflykillinn settur inn í tvígang í viðeigandi reiti, til að minnka hættu á að misskráning eigi sér
stað. Lykillinn þarf að vera að lágmarki 6 stafir og ágætt að hann samanstandi af bæði
tölustöfum og bókstöfum – ekki séríslenskum.

Notandaupplýsingar

Netfang – Hér getur notandi bætt við eða breytt netfangi sem félagið hefur skráð hjá sér. Nýtt
lykilorð er sent á þetta netfang ef það gamla gleymist. Netföng eru eingöngu til nota hjá
félaginu sjálfu en verða ekki framseld þriðja aðila.

Afþakka yfirlit á pappír:
Aðilar sem afþakka yfirlit á pappír hafa samt sem áður aðgang að
yfirlitum undir flipanum Skjöl. Séu gerðar breytingar hér þarf að staðfesta þær með því að ýta
á hnappinn „Vista breytingar“.

Aðgangsstýringar

Sjálfgefinn félagi – Í þessum reit birtist nafn og kennitala þess félaga sem er innskráður. Hafi
félagi aðgang að vefsvæði annars/annarra félaga, er hægt að velja um hvaða vefsvæði er
sjálfgefið þegar félagi skráir sig inn.
Kennitölur sem ég hef aðgang að – Hér sjást kennitölur þeirra aðila sem félagi hefur aðgang
að. Innskráður félagi getur ekki sjálfur veitt sér aðgang að öðrum félögum, kennitölur birtast
eingöngu í þessum lista hafi annar félagi sjálfur opnað fyrir aðgang. Hægt er að loka eigin
aðgangi að kennitölu með því að velja hana úr listanum og smella á hnappinn “Eyða valinni
kennitölu af lista”.
Kennitölur sem hafa aðgang fyrir mig – Félagi getur veitt öðrum aðgang að sínu vefsvæði án
þess að láta af hendi veflykil sinn.  Til að bæta við kennitölu sem skal hafa aðgang, þarf að slá
hana inn í reitinn fyrir aftan hnappinn „Eyða valinni kennitölu af lista“.  Þá verður hnappurinn
„Bæta kennitölu á lista“ virkur og þarf að smella á hann til að aðgangur verði virkur.  Vilji
félagi ekki lengur heimila öðrum aðgang að vefsvæði sínu, smellir hann einfaldlega á
kennitöluna í listanum og ýtir á hnappinn „Eyða valinni kennitölu af lista“.
Þegar breytingar hafa verið skráðar, er smellt á hnappinn “Vista breytingar”, til að gera þær
virkar.

Aðgangur

Hér kemur fram hver er innskráður notandi. Hafi félagi aðgang fyrir fleiri kennitölur, þá
birtast þær, ásamt nafni, í flettilista.
Hér er valin úr flettilistanum kennitala þess félaga sem skoða á hverju sinni og valið staðfest
með því að smella á hnappinn “Staðfesta”.
Upplýsingar um félaga sem er virkur hverju sinni sjást uppi í hægra horni skjámyndarinnar.

Skjöl

Yfirlit o.fl. sem félagið skrifar út eða skráir hjá sér birtast hér.

Innskráning

Kennitala og veflykill notandans eru slegin inn í viðeigandi reiti og smellt á hnappinn
“Innskrá”.

Innskráning með rafrænum skilríkjum: Ef notandi er með rafræn skilríki getur hann skráð sig
inn með þeim í stað hefðbundinnar innskráningar. Smellt er á hnappinn, á skjánum birtast
skilaboð um að skilríki skuli sett í lesarann og smellt á hnappinn „Innskrá“.

Sækja um aðgang að vef: Ef notandi er ekki þegar skráður hjá félaginu sækir hann um aðgang
hér. Slá þarf inn kennitölu. Einnig birtist texti á skjánum sem þarf að slá inn í textareit til
staðfestingar á umsókn um aðgang. Að því loknu er smellt á hnappinn “Nýskrá”. Samþykki
félagið umsóknina, eru upplýsingar um það, ásamt veflykli, sendar í bréfapósti á heimilisfang
kennitölunnar skv. þjóðskrá. Veflykill sendist samstundis í netbanka hjá þeim félögum sem
bjóða upp á það.

Gleymdur veflykill:   Hafi veflykillinn gleymst, er hægt að sækja um nýjan lykil. Þegar smellt
er á hnappinn “Gleymdur veflykill” opnast nýr gluggi, þar sem kennitalan er sett inn.
Gleymdur veflykill sendist samstundis í netbanka hjá þeim félögum sem bjóða upp á það. Að
öðrum kosti þarf notandi að velja sendingarmáta nýja veflykilsins. Ef valið er að fá
veflykilinn sendan á netfang, er netfangið slegið inn. Til að þessi sendingarmáti virki, þarf
notandi áður að hafa staðfest sama netfang í notendaupplýsingum á félagavef. Ef þær
upplýsingar eru til og stemma, verður nýr veflykill sendur á það tölvupóstfang. Annar kostur
er að fá nýja veflykilinn sendann í bréfapósti og er þá netfanginu sleppt, textinn settur inn og
staðfest.  Á skjánum birtist jafnframt texti sem þarf að slá inn í textareit til staðfestingar á
umsókn um nýjan veflykil. Beiðnin er loks send með smelli á hnappinn „Sækja um“.

Útskráning

Þegar hætta á vinnu við vefinn, er smellt á “Útskráning”, er þá veftengingunni formlega slitið.

Hjálp

Ef smellt er á hjálpina, er komið inn í hjálpartextann á þeim stað sem passar við verkliðinn
sem notandinn er inni í. Hjálpin opnast í sérglugga.