Hjálparsíða fyrir Launagreiðendavef

Hjálpin er kaflaskipt eftir flipum síðunnar.

Forsíða

Forsíðan inniheldur helstu upplýsingar innheimtuaðilans. Hún er opin öllum, annars staðar á
launagreiðendavef er krafist innskráningar.

Yfirlit

Hér er boðið upp á að skoða stöðu launagreiðandans hjá innheimtuaðilanum, innsendar
skilagreinar og iðgjöld.

Greiðslustaða

Þegar smellt er á flipann “Staða”, sækir vefurinn upplýsingar um stöðu launagreiðandans í
grunn innheimtuaðilans. Ef launagreiðandi er með fleiri en eitt mál hjá innheimtuaðilanum,
kemur staða hvers máls í sér línu og samtals staða málanna fyrir neðan. Fram koma
upplýsingar um dagsetningu síðustu iðgjaldaskila og greiðslu, inneignar- eða skuldastöðu,
hvort áætlanir séu vegna iðgjaldatímabila sem vantar og samtals staða málsins. Í
athugasemdalínu koma skýringar, t.d. hvort um inneign eða skuld sé að ræða. Þar fyrir aftan
er mynd af kíki, sé smellt á hann birtast neðar á síðunni nánari upplýsingar um viðkomandi
mál og þau fylgiskjöl sem mynda stöðuna.

Þar er hægt að afmarka þau gögn sem birtast:

Fylgiskjal – sjá öll fylgiskjöl eða velja eitt ákveðið fylgiskjal úr lista

Sjóður – sjá hreyfingar allra sjóða eða eins ákveðins sjóðs (t.d. endurhæfingarsjóð)

Staða – sjá allar hreyfingar eða eingöngu hreyfingar sem merktar eru ófrágengnar

Skilagreinar

Hér koma sjálfkrafa skilagreinar núverandi árs. Boðið er upp á að kalla fram skilagreinar eftir
málum, ef málin eru fleiri en eitt, eða eftir dagsetningu. Fram koma upplýsingar um
móttökudag skilagreinarinnar (greiðsludag innborgunar), iðgjaldatímabilið, fylgiskjalanúmer
færslunnar hjá innheimtuaðila, upphæð iðgjalds og/eða greiðslu. Fyrir aftan er mynd af kíki
og sé smellt á hann flyst notandinn á flipann Iðgjöld þar sem iðgjaldaupplýsingar
skilagreinarinnar birtast.

Iðgjöld

Hér er boðið upp á að skoða iðgjaldafærslur ákveðins fylgiskjals, einstaklings, sjóðs og/eða
tímabils. Ef skoða á iðgjaldasögu ákveðins launþega, er sett inn byrjun kennitölu
einstaklingsins og birtist þá listi yfir þá launþega sem launagreiðandi hefur skilað inn fyrir og
eru með þessa byrjun á kennitölu. Valinn er sá einstaklingur sem skoða á og smellt á hnappinn
“Velja”.

Skrá skilagrein

Síðasta launatímabil kemur sjálfkrafa sem uppástunga. Ef skilagreinin á að vera fyrir annað
tímabil, er farið í tímabilsreitina og dagsetning valin úr dagatali eða slegin inn. Tímabilið
getur verið frá einum og upp í tólf mánuði, en þó ekki farið yfir áramót.
Uppástunga kemur um heiti skráarinnar, en heitinu má breyta eftir þörfum.
Þegar réttar forsendur hafa verið settar inn í svæðin, er smellt á “Áfram” hnappinn.
Skráningarmyndin opnast og er hægt að velja áður senda skilagrein og afrita hana.
Það flýtir fyrir skráningu, þar sem launþegar þeirrar skilagreinar koma þá forskráðir, án
upphæða, inn í skráninguna.
Heildarlaun hvers launamanns er sett inn og reiknast þá iðgjald þeirra sjóða sem launþeginn
hefur áður greitt í.
Ef þörf krefur, er hægt að setja skilagreinina í bið og klára skráninguna síðar.
Þegar skráningu er lokið, er hnappurinn “Áfram” valinn og kemur þá skýrsla
skilagreinarinnar, tilbúin til útprentunar og innsendingar, sjá hnappa neðst í skjámynd.

Staða innsendinga

Yfirlit yfir skilagreinar sem sendar hafa verið í gegnum launagreiðendavef. Staða innsendinga
ræður því hvaða aðgerðir hægt er að framkvæma við hverja sendingu.
kíkir gefur kost á að skoða og sækja innsendingu, x gefur kost á að eyða innsendingu og
kíkir gefur kost á að afrita innsendingu. Innsendingu er einungis hægt að eyða ef hún hefur ekki
verið send inn.
Ef gleymst hefur að prenta út skilagrein fyrir innsendingu, er hún valin til skoðunar og gefst
þá færi á útprentun. Ef skilagrein hefur verið sett í bið við skráningu, er hún sótt hér til
áframhaldandi skráningar og frágangs. Ef launagreiðandi vill búa til nýja innsendingu byggða
á eldri innsendingu er það gert hér.

Senda skilagrein

Hér er boðið upp á að senda inn textaskrár skilagreina úr launakerfum. Mögulegt er að senda
inn allt að 50 skrár í einu, fjöldinn er valinn í flettilistanum og opnast þá jafnmargir hnappar
til að sækja skrá af tölvu notandans. Notandi getur valið hvort hver skrá bókist hjá
innheimtuaðila sem sér skilagrein, eða hvort allar skrárnar eigi að sameinast sem ein
skilagrein. Ef innheimtuaðili býður upp á að valkröfur stofnist í heimabanka vegna innsendra
skilagreina, þá er hægt að velja um það hér með því að setja hak í reitinn Fá kröfu(r) í
netbanka.
Smellt er á hvern hnapp fyrir sig og mappan sem geymir textaskrárnar fundin, skráin valin og
staðfest. Nafn skráarinnar kemur fyrir aftan hnappinn. Ef röng skrá var valin, er smellt aftur á
hnappinn og ný skrá valin. Þegar búið er að velja þær skrár sem eiga að vera í innsendingunni,
er hnappurinn “Senda skrár” valinn. Skrárnar má sjá, ásamt stöðu, í liðnum Innsendingar.

Stillingar

Hér gefst notanda færi á að breyta veflykli, bæta við eða breyta upplýsingum og setja upp
aðgangsstýringar annarra að sínu svæði.

Breyta veflykli

Ef breyta á veflykli, er núverandi veflykill settur inn í reitinn Núverandi veflykill og nýi
veflykillinn settur inn í tvígang í viðeigandi reiti, til að minnka hættu á að misskráning eigi sér
stað. Lykillinn þarf að vera að lágmarki 6 stafir og ágætt að hann samanstandi af bæði
tölustöfum og bókstöfum – ekki séríslenskum.

Notandaupplýsingar

Netfang: Hér er boðið upp á að skrá inn netfang, sem nýtt lykilorð væri sent á, ef það gamla
gleymist.
Afþakka yfirlit á pappír: Aðilar sem afþakka yfirlit á pappír hafa samt sem áður aðgang að
yfirlitum undir flipanum Skjöl á launagreiðendavef.
Fá sendar kröfur í netbanka: Ef sjóðurinn býður upp á innsendingu krafna í banka, getur
launagreiðandinn valið hér að fá kröfur, á móti innsendum skilagreinum, sendar í netbankann.
Sjálfgefið verður þá að kröfur stofnist.
Setja innsendar skilagreinar í biðstöðu: Þetta gefur launagreiðanda kost á að skoða skilagrein
nánar áður en hann sendir hana til sjóðsins eða ákveður að henda henni út. Þetta getur nýst vel
t.d. þegar verið er að setja upp nýtt launakerfi.

Athugið að breytingar taka ekki gildi fyrr en búið er að smella á hnappinn Vista breytingar.

Aðgangsstýringar

Sjálfgefinn launagreiðandi:  Í þessum reit birtist sá launagreiðandi sem er innskráður. Í
tilvikum þar sem launagreiðandi hefur aðgang að fleiri launagreiðendum er hægt að velja
annan launagreiðanda sem sjálfgefinn.
Kennitölur sem ég hef aðgang að:  Hér sjást kennitölur þeirra aðila er skráningaraðili hefur
aðgang að. Innskráður launagreiðandi getur ekki sjálfur veitt sér aðgang að öðrum
launagreiðendum, kennitölur birtast eingöngu í þessum lista hafi annar launagreiðandi sjálfur
opnað fyrir aðgang. Hægt er að loka eigin aðgangi að kennitölu með því að velja hana úr
listanum og smella á hnappinn “Eyða valinni kennitölu af lista”.
Kennitölur sem hafa aðgang fyrir mig: Ef veita á öðrum, t.d. starfsmanni eða bókhaldsstofu,
aðgang að gögnum fyrirtækisins, er kennitalan sett inn í reitinn hægra megin og er þá
hnappurinn “Bæta kennitölu á lista” virkur til staðfestingar. Kennitalan bætist þá inn í listann
vinstra megin. Ef taka á út aðgang, t.d. við starfslok starfsmanns, er kennitalan valin úr
listanum og smellt á hnappinn “Eyða valinni kennitölu af lista”.
Þegar breytingar hafa verið skráðar, er smellt á hnappinn “Vista breytingar”, til að gera þær
virkar.

Aðgangur

Hér kemur fram hver er innskráður notandi.
Hér er valin kennitala þess launagreiðanda sem vinna á fyrir hverju sinni, úr flettilistanum og valið staðfest með því að smella á hnappinn “Staðfesta”.
Upplýsingar um fyrirtækið sem er virkt hverju sinni sjást uppi í hægra horninu.

Skjöl

Yfirlit o.fl. sem sjóðurinn skrifar út eða skráir hjá sér birtast hér.

Innskráning

Kennitala og veflykill notandans eru slegin inn í viðeigandi reiti og smellt á hnappinn
“Innskrá”.
Innskráning með rafrænum skilríkjum: Ef notandi er með rafræn skilríki getur hann skráð sig
inn með þeim í stað hefðbundinnar innskráningar. Smellt er á hnappinn, á skjánum birtast
skilaboð um að skilríki skuli sett í lesarann og smellt á hnappinn „Innskrá“.
Sækja um aðgang að vef: Ef notandi er ekki þegar skráður hjá sjóðnum sækir hann um aðgang
hér. Slá þarf inn kennitölu. Einnig birtist texti á skjánum sem þarf að slá inn í textareit til
staðfestingar á umsókn um aðgang. Að því loknu er smellt á hnappinn “Nýskrá”. Samþykki
sjóðurinn umsóknina, eru upplýsingar um það, ásamt veflykli, sendar í bréfapósti á
heimilisfang kennitölunnar skv. þjóðskrá. Veflykill sendist samstundis í netbanka hjá þeim
sjóðum sem bjóða upp á það.
Gleymdur veflykill:   Hafi veflykillinn gleymst, er hægt að sækja um nýjan lykil. Þegar smellt
er á hnappinn “Gleymdur veflykill” opnast nýr gluggi, þar sem kennitalan er sett inn.
Gleymdur veflykill sendist samstundis í netbanka hjá þeim sjóðum sem bjóða upp á það. Að
öðrum kosti þarf notandi að velja sendingarmáta nýja veflykilsins. Ef valið er að fá
veflykilinn sendan á netfang, er netfangið slegið inn. Til að þessi sendingarmáti virki, þarf
notandi áður að hafa staðfest sama netfang í notendaupplýsingum á launagreiðendavef. Ef þær
upplýsingar eru til og stemma, verður nýr veflykill sendur á það tölvupóstfang. Annar kostur
er að fá nýja veflykilinn sendann í bréfapósti og er þá netfanginu sleppt, textinn settur inn og
staðfest.  Á skjánum birtist jafnframt texti sem þarf að slá inn í textareit til staðfestingar á
umsókn um nýjan veflykil. Beiðnin er loks send með smelli á hnappinn „Sækja um“.

Útskráning

Þegar hætta á vinnu við vefinn, er smellt á “Útskráning”, er þá veftengingunni formlega slitið
og farið yfir á heimasíðu sjóðsins.

Hjálp

Ef smellt er á hjálpina, er komið inn í hjálpartextann á þeim stað sem passar við verkliðinn
sem notandinn er inni í. Hjálpin opnast í sérglugga.