Jóakim 9.0

Leiðbeiningar fyrir uppsetningu í Windows
Athugið: Uppsetning á Jóakim 9 biðlara krefst EKKI kerfisréttinda (admin) á vinnustöð.
Smellið á myndina hér fyrir ofan til að sækja uppsetningaforrit nýja biðlarans. Annað hvort verður forritið keyrt beint eða vistað hjá þér t.d. á skjáborðinu (desktop) og hægt að keyra það þaðan.
Athugið að þessi útgáfa Jóakim fjarlægir ekki fyrri útgáfur. Ástæðan er tæknilegs eðlis. Ekki fjarlægja eldri útgáfu handvirkt. Nýja og gamla útgáfan verða í notkun samtímis uns gamla útgáfan verður tekin úr notkun. Þá fá notendur leiðbeiningar um hvernig skal fjarlægja hana.
Gangi þér vel.

Leiðbeiningar fyrir uppsetningu í Mac OSX (Apple)
Smellið hér til að sækja skrá (joakim9_mac.zip) sem inniheldur forritið. Opnið skrána og færið forritið (Jóakim.app) í Applications möppunna.
ATHUGIÐ: Ef villumelding kemur upp þegar reynt er að keyra Jóakim eftir uppsetningu þá þarf að breyta öryggisuppsetningu á Mac vélinni. Í System Preferences, farið í Security & Privacy og þar sem stendur "Allow apps downloaded from" skal velja "Anywhere". Hægt er að setja stillinguna aftur eins og hún var þegar Jóakim hefur verið keyrður einu sinni.